13. janúar


13. janúar er 13. dagur ársins samkvæmt gregoríska tímatalinu. 352 dagar (353 á hlaupári) eru eftir af árinu.

 • 1975 - Stórtjón varð í bruna á Reykjavíkurflugvelli er flugskýli og fleiri byggingar brunnu.
 • 1976 - Mikill jarðskjálfti, 6,5 stig á Richter, varð í grennd við Kópasker og olli miklu tjóni.
 • 1982 - Air Florida-flug 90 rakst á brú skömmu eftir flugtak í Washington-borg og hrapaði í ána Potomac. 80 létust.
 • 1985 - 418 létust og 559 særðust í einu mannskæðasta lestarslysi sögunnar við Awash í Eþíópíu.
 • 1986 - Borgarastyrjöldin í Suður-Jemen hófst.
 • 1988 - Forseti Tævan, Chiang Ching-kuo, lést og varaforsetinn, Lee Teng-hui, tók við.
 • 1988 - Kalksteinsdrangurinn Sommerspiret á Møns Klint í Danmörku hrundi í hafið.
 • 1990 - 132 Armenar létu lífið í þjóðernisofsóknum í Bakú í Aserbaísjan.
 • 1990 - Fyrsta díselknúna IC3-lestin var tekin í notkun í Kaupmannahöfn.
 • 1991 - Sovéskar sveitir réðust á höfuðstöðvar litháíska sjónvarpsins í Vilnius og felldu fjórtán óbreytta borgara en yfir 160 særðust.
 • 1993 - Samningurinn um Evrópskt efnahagssvæði (EES) var staðfestur á Alþingi.
 • 1998 - Alfredo Ormando kveikti í sér á torginu við Péturskirkjuna í Róm í mótmælaskyni við afstöðu kirkjunnar til samkynhneigðar.
 • 2001 - 800 létust þegar jarðskjálfti reið yfir El Salvador.
 • 2002 - Forseti Bandaríkjanna, George W. Bush, féll í yfirlið eftir að saltkringla stóð í honum.
 • 2005 - Myndir af Harry Bretaprins klæddum í nasistabúning á grímuballi voru fordæmdar.
 • 2007 - Gríska skipið Server brotnaði í tvennt úti fyrir strönd Noregs. Um 200 tonn af hráolíu láku í sjóinn.
 • 2009 - Ólafur Þór Hauksson var ráðinn sérstakur saksóknari.
 • 2012 - Ítalska skemmtiferðaskipið Costa Concordia strandaði við eyjuna Giglio og sökk vegna aðgæsluleysis skipstjóra. 32 farþegar létust.
 • 2018 - Naqeebullah Mehsud var myrtur af lögreglumönnum í Karachi í Pakistan. Morðið leiddi til víðtækra mótmæla gegn því að lögregla dræpi fólk án dóms og laga.
 • 2021 - Guðmundur Felix Grétarsson fékk græddar hendur á sig í Frakklandi, 23 árum eftir slys þar sem hann missti báðar hendur.

Other Languages

Copyright