15. apríl


15. apríl er 105. dagur ársins (106. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 260 dagar eru eftir af árinu.

  • 2005 - Síðasti bílaframleiðandinn í breskri eigu, MG Rover, varð gjaldþrota.
  • 2006 - Bosnísk-bandaríski rithöfundurinn Semir Osmanagić hélt því fram að hann hefði uppgötvað 14.000 ára gamla píramída í Bosníu.
  • 2006 - Borgarastyrjöldinni í Búrúndí lauk.
  • 2008 - 65 létust í hryðjuverkaárásum í Baquba og Ramadi í Írak.
  • 2009 - Óeirðalögregla réðist inn í hús sem hústökufólk hafði lagt undir sig við Vatnsstíg í Reykjavík og handtók 22.
  • 2010 - Kraftlyftingasamband Íslands var stofnað.
  • 2013 - Tvær sprengjur sprungu í Bostonmaraþoninu með þeim afleiðingum að 3 létust og 264 særðust.
  • 2015 - Nokia eignaðist franska símtæknifyrirtækið Alcatel-Lucent.
  • 2017 - Yfir 120 létust þegar árás var gerð á bílalest með flóttafólk við Aleppó í Sýrlandi.

Other Languages

Copyright