17. október


17. október er 290. dagur ársins (291. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 75 dagar eru eftir af árinu.

  • 2001 - Ferðamálaráðherra Ísraels Rehavam Ze'evi var myrtur í hryðjuverkaárás.
  • 2003 - Friðarbogin, samtök homma og lesbía, voru stofnuð í Færeyjum.
  • 2004 - Netfrelsi, félag um frjáls samskipti á Internetinu, var stofnað á Íslandi.
  • 2006 - Ein kona lést og 235 slösuðust þegar tvær neðanjarðarlestar rákust saman í Róm.
  • 2006 - Íbúafjöldi Bandaríkjanna náði 300 milljónum.
  • 2017 - Borgarastyrjöldin í Sýrlandi: Tilkynnt var að Raqqa væri að fullu laus undan stjórn Íslamska ríkisins.
  • 2018 - Skotárásin í tækniskólanum í Kerts: 18 ára nemandi myrti 20 og særði 70 í árás á tækniskóla í Kerts á Krímskaga.


Other Languages

Copyright