1997

Árið 1997 (MCMXCVII í rómverskum tölum) var 97. ár 20. aldar sem hófst á miðvikudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu.

Janúar

Fólk brýtur steina niður til að kasta í lögreglu í Vlore í Albaníu.

Febrúar

Geimfarar vinna við Hubble-sjónaukann.

Mars

Apríl

Hale-Bopp 1. apríl.
 • 1. apríl - Hale-Bopp-halastjarnan náði sólnánd.
 • 1. apríl - Teiknimyndaþættirnir Pokémon hófu göngu sína á TV Tokyo.
 • 1. apríl - Borgarhverfið Užupis í Vilnius lýsti yfir sjálfstæði sem „lýðveldið Užupis“.
 • 3. apríl - Thalit-fjöldamorðin: Allir íbúar Thalit í Alsír nema einn voru myrtir af skæruliðum.
 • 11. apríl - Dómkirkjan í Tórínó skemmdist í eldi.
 • 13. apríl - Tiger Woods varð yngsti kylfingurinn í sögunni sem sigraði Masters-golfmótið.
 • 14. apríl - 343 fórust í eldi í tjaldbúðum pílagríma í nágrenni Mekka.
 • 21. apríl - Fyrsta geimgreftrunin fór fram þegar jarðneskar leifar 24 manna voru sendar út í geim með Pegasusflaug.
 • 22. apríl - Haouch Khemisti-fjöldamorðin í Alsír áttu sér stað.
 • 22. apríl - Eftir 126 daga umsátur um japanska sendiráðið í Líma í Perú réðust stjórnarliðar inn í bygginguna og drápu alla skæruliða Túpac Amaru.
 • 23. apríl - Omaria-fjöldamorðin áttu sér stað í Omaria, litlu þorpi í suðurhluta Alsír þar sem 42 þorpsbúar, konur og börn voru drepin.
 • 29. apríl - Alþjóðlegi efnavopnasamningurinn tók gildi. Hann skyldar aðildarríki til þess að hætta þróun, framleiðslu, söfnun og notkun efnavopna.

Maí

Húsgrunnur í Jarrell, Texas, eftir skýstrokkinn 27. maí.

Júní

Eldgosið í Soufrière Hills.

Júlí

Flóðin 1997 í Wrocław.

Ágúst

Björgunarfólk við Thredbo-skriðuna í Ástralíu.
 • 1. ágúst - Flugvélaframleiðendurnir Boeing og McDonnell Douglas sameinuðust.
 • 2. ágúst - Ástralska skíðakennaranum Stuart Diver var bjargað úr Thredbo-skriðunni í Nýju Suður-Wales.
 • 3. ágúst - Milli 40 og 76 þorpsbúar voru myrtir í Oued El-Had- og Mezouara-fjöldamorðunum í Alsír.
 • 3. ágúst - Tvær Kómoreyja, Anjouan og Mohéli, reyndu að ganga aftur undir nýlendustjórn Frakka.
 • 4. ágúst - 185.000 bílstjórar hjá United Parcel Service fóru í verkfall.
 • 6. ágúst - Microsoft keypti hlutabréf í Apple Computer að andvirði 150 milljóna dala til að aðstoða þá í fjárhagsvandræðum.
 • 6. ágúst - Korean Air flug 801 fórst við Gvam. 228 létust.
 • 7. ágúst - Sprengja sprakk á Stokkhólmsleikvanginum en enginn slasaðist. Hópur sem mótmælti umsókn Svía um að halda Ólympíuleikana 2004 stóð á bak við sprenginguna.
 • 13. ágúst - Bandarísku teiknimyndaþættirnir South Park hófu göngu sína á Comedy Central.
 • 17. ágúst - Íslenska kvikmyndin Blossi/810551 var frumsýnd.
 • 20. ágúst - Yfir 60 voru myrtir og 15 rænt í Souhane-fjöldamorðunum í Alsír.
 • 21. ágúst - Þriðja breiðskífa Oasis, Be Here Now, kom út.
 • 25. ágúst - Síðasti leiðtogi Austur-Þýskalands, Egon Krenz, var dæmdur í 6 og hálfs árs fangelsi vegna morða á fólki sem reyndi að komast yfir Berlínarmúrinn á tímum Kalda stríðsins.
 • 26. ágúst - 60-100 manns voru myrt í Ben Ali-fjöldamorðunum í Alsír.
 • 26. ágúst - Sjálfstæða alþjóðlega afvopnunarnefndin var stofnuð sem hluti af friðarferlinu á Norður-Írlandi.
 • 29. ágúst - Yfir 100 manns voru myrt í Rais-fjöldamorðunum í Alsír.
 • 31. ágúst - Díana prinsessa af Wales og Dodi Al-Fayed létust í bílslysi í París.

September

Útför Díönu prinsessu.

Október

Þotubifreiðin ThrustSSC á enn hraðametið á jörðu niðri.

Nóvember

Desember

Höga kusten-brúin í Svíþjóð.

Ódagsettir atburðir

Roy Lichtenstein

Other Languages

Copyright