22. júlí


22. júlí er 203. dagur ársins (204. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 162 dagar eru eftir af árinu.

  • 2003 - Uday og Qusay Hussein, synir Saddams Hussein, voru drepnir eftir umsátur í Írak.
  • 2004 - Um 40 létust þegar hraðlest milli Istanbúl og Ankara fór út af sporinu.
  • 2006 - Knattspyrnuleikvangurinn Emirates Stadium var vígður í London.
  • 2009 - Lengsti sólmyrkvi á 21. öld sást frá Asíu og Kyrrahafi og stóð í 6 mínútur og 38,8 sekúndur.
  • 2010 - Alþjóðadómstóllinn í Haag lýsti því yfir að sjálfstæðisyfirlýsing Kosóvó bryti ekki í bága við alþjóðalög.
  • 2010 - Netsamfélagið Facebook tilkynnti að fjöldi notenda væri orðinn hærri en 500 milljónir.
  • 2011 - Mannskæð hryðjuverk voru framin í Noregi, fyrst með sprengjuárás á stjórnarbyggingar í Osló og skömmu síðar með skotárás á samkomu ungmennahreyfingar í Útey. Að minnsta kosti 76 létu lífið. Öfgamaðurinn Anders Behring Breivik er handtekinn fyrir að standa á bak við árásirnar.
  • 2011 - Eden í Hveragerði brann til kaldra kola.
  • 2016 - Japanska fyrirtækið Funai framleiddi síðasta vídeótækið.
  • 2016 - Skotárásin í München 2016: 18 ára piltur af írönskum uppruna hóf skothríð við McDonald's-stað í München. 10 létust, þar á meðal árásarmaðurinn sjálfur.

Other Languages

Copyright