31. júlí


31. júlí er 212. dagur ársins (213. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 153 dagar eru eftir af árinu.

 • 1987 - 400 pílagrímar létust í átökum milli íranskra pílagríma og öryggissveita í Sádí-Arabíu.
 • 1987 - Elísabet 2. vígði léttlestarkerfið Docklands Light Railway.
 • 1988 - 32 létust þegar landgangur á Abdul Halim-ferjustöðinni hrundi í Butterworth í Malasíu.
 • 1991 - Börn náttúrunnar, kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar var frumsýnd í Stjörnubíói.
 • 1991 - Rússneskir OMON-sérsveitarmenn myrtu sjö litháíska tollverði í þorpinu Medininkai.
 • 1992 - Fyrsta kvenkyns glasabarnið fæddist á Íslandi, stúlka sem vó 14 merkur. Fyrsti drengurinn hafði fæðst 17. mars 1988.
 • 1992 - Thai Airways International flug 311 rakst á fjallshlíð í Nepal. Allir um borð, 113 talsins, fórust.
 • 1992 - China General Aviation flug 7552 hrapaði skömmu eftir flugtak í Nanjing. 108 af 116 farþegum fórust.
 • 1999 - NASA lét geimkönnunarfarið Lunar Prospector brotlenda á Tunglinu.
 • 2003 - Fyrsta Roverway-skátamótið hófst í Portúgal.
 • 2009 - Björgólfur Guðmundsson var úrskurðaður gjaldþrota í héraðsdómi Reykjavíkur.
 • 2009 – Seint um kvöld var allt tiltækt slökkvilið í Reykjavík kallað út vegna bruna á Vatnsstíg 4.
 • 2011 - Tæplega átta hundruð manns létu lífið í gríðarlegum flóðum á Tælandi.


Other Languages

Copyright