8. nóvember


8. nóvember er 312. dagur ársins (313. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 53 dagar eru eftir af árinu.

  • 2002 - Hu Jintao tók við af Jiang Zemin sem aðalritari kínverska kommúnistaflokksins.
  • 2003 - 17 létust þegar bílasprengja sprakk í íbúðahverfi í Ríad í Sádí-Arabíu.
  • 2006 - Farið var að selja Windows Vista til fyrirtækja.
  • 2006 - Daniel Ortega sigraði forsetakosningar í Níkaragva.
  • 2013 - Fellibylurinn Haiyan, sem er sá öflugasti sem gengið hefur á land í heiminum, reið yfir Filippseyjar.
  • 2016 - Donald Trump var kosinn forseti Bandarikjanna.
  • 2018 - Skipaáreksturinn í Hjeltefjorden: Norska freigátan Helge Ingstad lenti í árekstri við maltneska tankskipið Sola TS.
  • 2018 - Camp-eldurinn hófst í Kaliforníu. Þetta varð einn versti skógareldur í sögu fylkisins. 88 fórust og 18.804 byggingar eyðilögðust.

Other Languages

Copyright