Bandaríkjaþing
Bandaríkjaþing (enska: United States Congress) er löggjafarþing Bandaríkjanna. Þingið starfar í tveimur deildum, efri deildin nefnist öldungadeild en neðri fulltrúadeild. Í fulltrúadeildinni sitja 435 þingmenn (auk 6 fulltrúa sem ekki hafa atkvæðisrétt) sem kjörnir úr einmenningskjördæmum til tveggja ára í senn. Þingmenn fulltrúadeildar skiptast á milli fylkja í samræmi við íbúafjölda þeirra. Áheyrnafulltrúar koma frá höfuðborginni Washington D.C., Bandarísku Samóa, Bandarísku Jómfrúaeyjum, Gvam og Norður-Maríanaeyjum, auk eins fastafulltrúa frá Púertó Ríkó sem er kosinn til fjögurra ára. Í öldungadeildinni sitja 100 þingmenn eða tveir frá hverju fylki, þeir eru kjörnir til 6 ára í senn en kosið er á tveggja ára fresti um þriðjung sæta í deildinni.
Samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna hvílir allt löggjafarvald á alríkisstiginu hjá þinginu, það hefur þó aðeins forræði yfir þeim málaflokkum sem sérstaklega eru taldir upp í stjórnarskránni en allir aðrir málaflokkar eru á forræði fylkjanna. Á meðal málaflokka sem eru á forræði þingsins eru viðskipti milli fylkja og við erlend ríki, leggja á skatta (á alríkisstigi, fylki og sveitarfélög innheimta einnig skatta), alríkisdómstólar, varnarmál og stríðsyfirlýsingar.
Þinghúsið hefur verið skemmt í stríðinu 1812 þegar Bretar réðust á höfuðborgina og árið 2021 þegar stuðningsmenn Donald Trump réðust þangað inn.
Other Languages
- Ænglisc
- العربية
- مصرى
- Asturianu
- Azərbaycanca
- Boarisch
- Беларуская
- Беларуская (тарашкевіца)
- Български
- Brezhoneg
- Bosanski
- Català
- Čeština
- Cymraeg
- Dansk
- Deutsch
- Ελληνικά
- English
- Esperanto
- Español
- Eesti
- Euskara
- فارسی
- Suomi
- Føroyskt
- Français
- Frysk
- Gaeilge
- Galego
- 客家語/Hak-kâ-ngî
- עברית
- हिन्दी
- Hrvatski
- Magyar
- Հայերեն
- Interlingua
- Bahasa Indonesia
- Ido
- Italiano
- 日本語
- Jawa
- ქართული
- Қазақша
- 한국어
- Kernowek
- Latina
- Lëtzebuergesch
- Lumbaart
- Lietuvių
- Latviešu
- Македонски
- मराठी
- Bahasa Melayu
- မြန်မာဘာသာ
- Plattdüütsch
- नेपाली
- Nederlands
- Norsk nynorsk
- Norsk bokmål
- Diné bizaad
- Occitan
- ਪੰਜਾਬੀ
- Polski
- پنجابی
- Português
- Română
- Русский
- Srpskohrvatski / српскохрватски
- Simple English
- Slovenčina
- Slovenščina
- Shqip
- Српски / srpski
- Svenska
- தமிழ்
- Тоҷикӣ
- ไทย
- Tagalog
- Türkçe
- Татарча/tatarça
- Українська
- اردو
- Tiếng Việt
- 吴语
- ייִדיש
- Yorùbá
- 中文
- Bân-lâm-gú
- 粵語
Copyright
- This page is based on the Wikipedia article Bandaríkjaþing; it is used under the Creative Commons Attribution-ShareAlike 3.0 Unported License (CC-BY-SA). You may redistribute it, verbatim or modified, providing that you comply with the terms of the CC-BY-SA.