Winnipeg Falcons

Mynd af gullverðlaunahöfunum í Fálkunum 1920 (á myndinni er líka ókenndur starfsmaður skipsins og ónefnd kona)

Winnipeg Falcons (eða Falcons) (á íslensku aðeins nefndir Fálkarnir) var ísknattleikslið Vestur-Íslendinga sem var stofnað árið 1908. Stofnendur voru bæði norðan- og sunnanmenn í Winnipeg. Lið Fálkanna fóru á Ólympíuleikana í Antwerpen fyrir hönd Kanada árið 1920 og urðu ólympíumeistarar það árið. Allir meðlimir í sigurliði Fálkana voru af íslenskum ættum nema einn, en sá hét „Huck“ Woodman, og var varamaður. Af Fálkunum í ólympíuliðinu þótti Frank Fredrickson einna bestur. Mikið var einnig látið af snilld Mike Goodmans. Liðið leystist upp eftir sigurinn, þar eð sumum var boðið að spila í liðum í Bandaríkjunum.

  • „Wally“ Byron, hafnvörður.
  • Halli (Slim) Halderson, sækjandi í hægra armi.
  • Frank Fredrickson, miðsóknari og formaður flokksins.
  • Konni Jóhannesson, bakvörður.
  • Magnús (Mike) Goodman, sækjandi í vinstri armi.
  • Bobby Benson, bakvörður.
  • Chris Friðfinnsson, varamaður.
  • „Huck“ Woodman, varamaður.
  • Óli Björnsson, aðstoðamaður.

Ráðsmaður flokksins var Hebbie Axford, en þjálfari Fálkanna Guðmundur Sigurjónsson.

  • Tryggvi Oleson (ritstj.), Saga Íslendinga í Vesturheimi, V. bindi, Bókaútgáfa Menningarsjóðs, 1953, bls. 228-229.

Copyright